Í leikskólanum Miðborg eru öll börnin með bók sem er tileinkuð þeim.

Í bókina fara skráningar um það sem börnin eru að fást við hverju sinni sem og nokkur verk barnanna.

Börnin geta tekið bókina með sér heim og lesið hana með foreldrum sínum og fjölskyldu. Þau geta einnig sett í bækurnar með foreldrum sínum um það sem þau hafa verið að gera heima, ferðalög eða fjölskyldumyndir.

Þegar allar blaðsíður hafa verið fylltar fær barnið nýja bók. Eldri bækurnar eru geymdar í leikskólanum þar sem barnið hefur aðgang. Þegar leikskóladvölinni lýkur fær barnið afhent allar bækurnar.

 

 

 

MARKMIÐ MEÐ BÓK BARNSINS

- Þegar líður á sést námsferli barnanna í gegnum skráningar og verk barnanna. Þá sést t.d. hvað börnin hafa verið að læra, þróun barnanna í teikningu og félagsfærni.

- Þar sem bækurnar fara á milli heimilis og leikskóla veita þær tækifæri til að auka tengsl og  samstarf milli heimila og leikskólans.

- Efla málþroska barnanna á íslensku og heimatungumáli þeirra