Þemavinna er verkefnamiðað nám sem leggur áherslu á þverfaglega og nemendamiðaða aðferð til náms. Þetta krefst þess að kennarar beiti fjölbreyttum kennsluaðferðum og gerir börnunum kleyft að taka virkan þátt í undirbúningi og mótun viðfangsefnanna. Einnig gefur þetta tækifæri til að nálgast viðfangsefnin frá ólíkum sjónarhornum og kafa dýpra í efnið. Aðferðin skapar aukið svigrúm til valfrelsis með tilliti til áhugasviðs og getu hvers og eins og fá börnin rými fyrir forvitni og sköpunargleði. Þegar unnið er með þematengd verkefni er einnig hægt að nálgast ýmis félagsleg markmið eins og að þjálfa samvinnu, samhjálp og sanngirni. Í hverjum mánuði er tekið fyrir eitt þema sem er rauði þráðurinn í gegnum starfið.
Þemun eru eftirfarandi:
Janúar – Gamli tíminn
Febrúar – Ævintýri
Mars – Heimamenning
Apríl – Vor
Maí – Útinám
Júní – Útinám
Júlí – Útinám
Ágúst – Útinám
September – Ég sjálf/ur
Október – Haust
Nóvember – Ljós og skuggi
Desember – Jólin