Börn á aldrinum 1-3 ára hafa þörf fyrir að kanna umhverfi sitt og uppgötva eiginleika og eðli hluta á eigin forsendum. Í Könnunarleik er notast við verðlaust efni svo sem dósir, keðjur, pappahólka og miklu fleira.

Í leiknum örva börnin öll skynfæri sín, þau fá tækifæri til að uppgötva og rannsaka eiginleika hluta án íhlutunar kennara og að lokum æfa þau notkun orða og hugtaka í rólegu umhverfi.

Unnið er í litlum hópum og kennari er ætíð til staðar til að fylgjast með leiknum og til að aðstoða með tiltekt í lok leiks.