Sögutaskan er samvinnuverkefni leikskólans og heimilis. Leikskólinn hefur útbúið töskur, eina fyrir hverja deild, sem innihalda bækur á mismunandi tungumálum, brúður sem hægt er að nota til að styðja við söguna og spil sem gaman er fyrir foreldra og börn til að spila saman.

Markmið verkefnisins er að útbúa skemmtilegt og lifandi námsefni fyrir börn á leikskólaaldri sem að styður við heimamál þeirra. Þessi aðferð hentar öllum börnum þar sem efniviðurinn er lifandi, áþreifanlegur og býður upp á fjölbreytta nálgun sem ýtir undir ímyndunarafl og málörvun, örvar lesskilning og lestrarupplifun barnanna. Þetta efni er því frábær leið til að vekja áhuga barna á sögum og ævintýrum.

Hugmyndir um hvernig nota má efnið í töskunni:

- Lesa söguna með barninu. Ef bókin er ekki til á heimamáli barnsins er hægt að tala um hvað sé að gerast í sögunni á heimamálinu, út frá textanum eða myndunum.

- Spyrja spurninga um myndirnar og/eða söguna.

- Segja hvað hlutirnir á myndunum heita á heimamáli barnsins og spyrja hvort barnið þekki orðin á íslensku.

- Spil og leikir eru góðir fyrir orðaforðann og tilvalið er að kenna tölur, liti, mynstur og hugtök eins og upp, niður, fyrir aftan, fyrir framan, undir, yfir og svo framvegis.

skrimslin