• Fylgja skal barni inn á deild þegar komið er með það í leikskólann. Einnig skal láta vita þegar barn er sótt.
  • Hlið og útidyrahurðir skulu ávallt vera lokaðar.
  • Innivera er ekki notuð sem fyrirbyggjandi aðgerðir við veikindum. Eftir veikindi getur barn fengið að vera inni í 1 - 2 daga, fer eftir alvarleika veikinda og aðstæðum hverju sinni.
  • Lyfjagjafir eru ekki leyfðar í leikskólum. Ef barn er á lyfjum skal það gefið heima. Undantekning er gerð með asmapúst.
  • Á föstudögum á að tæma hólf og taka skófatnað barnanna v/þrifa á hólfum og gólfum.
  • Föt barnanna verða að vera merkt. Fötin eiga að vera hlý og henta umhleypingasamri íslenskri veðráttu.