Í fjölmenningarlegu samfélagi leika og starfa mismunandi einstaklingar saman en ekki einungis hlið við hlið. Ef börn hafa aðgang að margvíslegum sjónarhornum þá er líklegt að þau þrói með sér gagnrýna hugsun og hæfileika til ákvarðanatöku sem er grundvallaratrið ef markmiðið er að þau séu virkir og skapandi þátttakendur í lýðræðis þjóðfélagi. Frá blautu barnsbeini þarf að kenna börnum að hegða sér í samræmi við þau gildi og viðmið sem ríkja í samfélaginu með velferð og hagsmuni heildarinnar fyrir augum. Siðferði byggir á einstaklingsfrelsi og lýðræði felst í því að vera borin frjáls. Í fyrstu grein mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna segir: „Allir eru bornir frjálsir og jafnir. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku og við eigum að koma fram hvert við annað af virðingu" (Mannréttindaskrifstofa Íslands). Þetta er einmitt það sem felst í fjölmenningarlegum áherslum leikskólans Miðborgar því þar eru allir jafnir óháð stöðu eða sérkenna hvort sem um er að ræða útlendinga eða börn með sérþarfir svo eitthvað sé nefnt.

 

Töfrandi tungumál

Fimmtudaginn 11. maí vorum við með kynningu fyrir foreldra á þróunarverkefninu okkar, Töfrandi tungumál. Nýlega fengum við í Miðborg þróunarstyrk frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar til þess að fara af stað með þróunarverkefni. Verkefnið, Töfrandi tungumál, felst í innleiðingu á kennsluaðferð sem kallast LAP (Linguistically Appropriate Practice) í stefnu og starf Miðborgar. LAP er kennsluaðferð sem miðar að því að heimamál allra barna séu hluti af skólastarfinu. Aðferðin er þróuð í Kanada af Roma Chumak-Horbatsch. Roma kom til Íslands og var með námskeið fyrir starfsfólk Miðborgar í maí 2016. Í kynningunni var einnig sagt frá verkefni, Söguskjóður, sem Drífa Þórarinsdóttir vann í samstarfi við foreldra í leikskólanum Krílakoti á Dalvík. Hér eru upplýsingar um það verkefni: https://www.dalvikurbyggd.is/krilakot/verkefni/soguskjodur. Það var virkilega gaman að finna fyrir áhuga foreldra, bæði þeirra sem komu á fundinn og annarra sem ekki komust. Nú getum við byrjað af fullum krafti!   

Okkur langar til þess að byrja á því að merkja umhverfið, gera tungumál Miðborgar sýnileg, t.d. með því að skrifa velkomin/góðan dag á tungumálum barnanna. 

Hugmyndir frá foreldrum:

-       Kynning á persónulegri menningu barnanna (t.d. sýna myndir að heiman) – Menningarmót (http://tungumalatorg.is/menningarmot/,http://www.borgarbokasafn.is/is/content/menningarm%C3%B3t). Menning okkar allra er ólík - líka þeirra sem koma frá sama landi.

-       Sögustundir á mismunandi tungumálum á Borgarbókasafni í samstarfi við foreldra.

-       Samstarf við Alliance Francaise, t.d. gætu þau komið og verið með kynningu fyrir börnin í leikskólanum.

-       Samstarf við Móðurmál, samtök um tvítyngi (www.modurmal.com).

-       Kynning á tungumálum barnanna, t.d. tungumál vikunnar.

Hugmyndir og/eða ábendingar má senda á: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

lapbók