Í fjölmenningarlegu samfélagi leika og starfa mismunandi einstaklingar saman en ekki einungis hlið við hlið. Hér er átt við umburðarlyndi og samskipti á jafnréttisgrundvelli þar sem allir hafa sama mikilvægi, þar sem enginn er æðri eða lægri, verðugri eða óverðugri manneskja.

Ef börn hafa aðgang að margvíslegum sjónarhornum þá er líklegt að þau þrói með sér gagnrýnahugsun og hæfileika til ákvarðanatöku sem er grundvallaratriði ef markmiðið er að þau séu virkir og skapandi þátttakendur í lýðræðis þjóðfélagi. Frá blautu barnsbeini þarf að kenna börnum að hegða sér í samræmi við þau gildi og viðmið sem ríkja í samfélaginu með velferð og hagsmuni heildarinnar fyrir augum.

Siðferði byggir á einstaklingsfrelsi og lýðræði felst í því að vera borin frjáls. Í fyrstu grein mannréttingayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna segir: „Allir eru bornir frjálsir og jafnir. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku og við eigum að koma fram hvert við annað af virðingu“ (Mannréttindaskrifstofa Íslands).

Þetta er einmitt það sem felst í fjölmenningarlegum áherslum leikskólans Miðborgar því þar eru allir jafnir óháð stöðu eða sérkenna hvort sem um er að ræða úrlendinga eða börn með sérþarfir svo eitthvað sé nefnt.