Storyteller template

Menu
  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Um leikskólann
    • Leikskólastarf
    • Stefna og starfsáætlun
    • Starfsfólk
    • Fréttasafn
    • Dagatal
  • Fjölmenning
    • Tungumál vikunnar
    • Töfrandi tungumál
    • Guidelines for parents
    • Íslenskir tyllidagar
    • Jól á Íslandi
    • REGULAMIN PRZEDSZKOLA MIÐBORGAR
  • Myndasafn
    • Nýskrá viðburð

Storyteller template

  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Um leikskólann
    • Leikskólastarf
    • Stefna og starfsáætlun
    • Starfsfólk
    • Fréttasafn
    • Dagatal
  • Fjölmenning
    • Tungumál vikunnar
    • Töfrandi tungumál
    • Guidelines for parents
    • Íslenskir tyllidagar
    • Jól á Íslandi
    • REGULAMIN PRZEDSZKOLA MIÐBORGAR
  • Myndasafn
    • Nýskrá viðburð
  • Fjölmenning
  • Töfrandi tungumál

Töfrandi tungumál

  • Prenta |
  • Netfang
Nánar

Verkefnið, Töfrandi tungumál, felst í innleiðingu á kennsluaðferð sem kallast LAP (Linguistically Appropriate Practice) í stefnu og starf Miðborgar. LAP er kennsluaðferð sem miðar að því að heimamál allra barna séu hluti af skólastarfinu. Aðferðin er þróuð í Kanada af Roma Chumak-Horbatsch en Roma kom til Íslands í maí 2016 og var með námskeið fyrir starfsfólk Miðborgar.

Markmiðið með innleiðingu aðferðarinnar er að leikskólinn þrói þekkingu sína og færni til að beita markvissum aðferðum í vinnu með málþroska og bernskulæsi barna, bæði þeirra sem eiga íslensku að móðurmáli og þeirra sem læra hana sem annað mál eða viðbótarmál. Lögð er áhersla á markvissar leiðir til að styrkja og örva fjölbreytt móðurmál önnur en íslensku ásamt því að styrkja sjálfsmynd barna. Tilgangurinn er að gera tungumálin í leikskólanum sýnileg í umhverfi hans og að heimamál barnanna séu hluti af starfi leikskólans í samstarfi við foreldra. Verkefnið miðar jafnframt að því að öll börn leikskólans kynnist fjölbreyttum tungumála- og menningarheimum.

Miðborg hlaut þróunarstyrk frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar árið 2017 til þess að fara af stað með þróunarverkefnið Töfrandi tungumál. Verkefnið var þróunarverkefni frá mars 2017 til desember 2018 en ákveðið var að halda áfram með það eftir að þróunarverkefnið kláraðist.

Leikskólinn Miðborg

Lindargata 26, 101 Reykjavík
411 3560
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sendu okkur póst
Innskráning