Miðborgar kórinn

Kórinn var stofnaður skólaárið 2012-13. Þá var nýbúið sameina leikskólana þrjá og var eitt af markmiðum kórsins að sameinast í söng einu sinni í viku með elsta árgang í hverju húsi. Farið var á milli húsa í hverri viku og sungin leikskólalög í bland við frumsamin lög og alltaf einhver krefjandi lög inn á milli. Hafði starfsfólk á sínum tíma orð á því að kórinn var einn af mikilvægustu þáttunum í saminingunni. Kórinn syngur á tónleikum að minnsta kosti þrisvar sinnum á hverri önn. Jólatónleikar á Vitatorgi og útskriftartónleikar eru fastir viðburðir. 

Kórstarfið hefur að geyma mikla tungumálakennslu því börnin læra texta á bæði íslensku og ensku. Börnin fá einnig tækifæri til að læra inn á þann aga og metnað sem fylgir því að vera í kór og æfa fyrir tónleika. Það er eflandi fyrir sjálfstraust og oft mikil áskorun að standa uppi á sviði með hendur fyrir aftan bak og syngja fyrir sal fullum af fólki. Lögð er áhersla á að öll börn í árganginum taki þátt í kórstarfinu. Þá ber að nefna að oft getur það reynt mikið á lítil hjörtu að standa fyrir framan fólk og syngja og þá er engin pressa á að þau syngi á tónleikunum. 

 

Kór

Prenta | Netfang