Frá foreldrafélagi Miðborgar

Foreldrafélag Leikskólans Miðborgar tekur þér fagnandi á nýju skólaári! 

Við í foreldrafélaginu hlökkum til að skipuleggja skemmtilega viðburði fyrir börn og fullorðna í Leikskólanum Miðborg þetta skólaárið. Má þar nefna sem dæmi jólaskemmtun, ljósmyndun barnanna, foreldramorgunverð, sveitaferð og sumarhátíð. 

Til að geta haldið starfseminni gangandi biðjum við foreldra um að leggja foreldrafélaginu lið með því að borga árgjald félagsins. Árgjald fyrir eitt barn er 4.500 kr. og 2.000 kr. fyrir hvert auka barn (þ.e. ef þú átt tvö börn í Leikskólanum Miðborg er árgjaldið 6.500 kr., ef börnin eru þrjú greiðir þú 8.500 kr.).

Reikningur verður sendur til eins foreldris/forráðamanneskju hvers barns. Vinsamlega athugið “valkvæða reikninga” í heimabankanum.

Upplýsingar um bankareikning foreldrafélagsins:

Kt.: 440495-2499

Reikningsnúmer: 515-26-444049 

Vinsamlegast skrifið nafn barnsins í skýringarreit á færslu og sendið kvittun fyrir greiðslu á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Foreldrafélag Leikskólans Miðborgar,

Ingibjörg, Ester, Maria, Catharine, Steinunn, Emilia og Hlíf

--------------------------------------------------------------------------------------- 

The Miðborg Parent’s Association welcomes you to a new year of fun activities! 

We’re looking forward to planning a lot of fun events for the children and parents of Miðborg this school year, including Christmas activities, picture day, a parent’s brunch, a farm visit, summer festival and more!

In order to organise these events, we ask that every family contribute to the Parent’s Association. The annual fee per child is 4.500 kr., and 2.000 kr. for every additional child (e.g. if you have two children at a Miðborg leikskóli, you’d pay 6.500 kr. and those with three children at Miðborg would pay 8.500 kr.).

An invoice will been sent to one parent/guardian of each child. Please check your "optional invoices" in your online banking. 

You can also make a transfer directly to the  Parents' Association. The banking details are as follows:

Kt.: 440495-2499

Bank: 515-26-444049 

Please include your child’s name as the reference and send the payment receipt to This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

From the Miðborg Parent’s Association,

Ingibjörg, Ester, Maria, Catharine, Steinunn, Emilia and Hlíf

Nánar


Fréttabréf nr. 12

VELKOMIN Í MIÐBORG

Nú í ágúst og september höfum við verið að taka á móti nýjum fjölskyldum í Miðborg og munum við halda því áfram í október.
Við bjóðum börn og fjölskyldur þeirra velkomin í Miðborg og vonumst eftir góðu samstarfi og góðum stundum!

 

FORELDRAFÉLAG
FORELDRARÁÐ

Þann 10. október kl. 17:30 verður aðalfundur foreldrafélags Miðborgar þar sem farið verður yfir verkefni foreldrafélagsins. Foreldrar eru hvattir til að taka þátt í starfi foreldrafélagsins. Á fundinum gefst foreldrum kostur á að bjóða sig fram bæði í foreldrafélag og foreldraráð Miðborgar.

Foreldrafélag sér um ýmsar uppákomur í leikskólanum og hátíðir en stærri breytingar í starfi leikskólans og starfsáætlanir eru bornar undir foreldraráð. Nánari upplýsingar um starfsemi foreldrafélags og foreldraráðs eru á heimasíðu Miðborgar. 

 

STARFSFÓLK

Nú í september byrjuðu hjá okkur fimm starfsmenn. María er leikskólakennari og deildarstjóri á Skeljadeild, Karen er leiðbeinandi á Klöpp, Jóhanna er leiðbeinandi á Krílakoti, Ana Maria er leiðbeinandi á Skeljadeild og Nadia sinnir afleysingu í öllum húsum. Við bjóðum þær hjartanlega velkomnar!

Okkur vantar þó enn starfsfólk og værum við þakklát ef allir hefðu augun opin fyrir góðu starfsfólki fyrir Miðborg. Hægt er að hafa samband við Kristínu eða sækja um á www.reykjavik.is.

IMG 0777

 

STARFSDAGAR SKÓLAÁRIÐ 2018-2019

Í vetur eru starfsdagar á eftirfarandi dögum:
- 22. ágúst 2018 s.l.
- 21. september 2018 s.l.
- 23. nóvember 2018
- 7. febrúar 2019
- 24. maí 2019
- 3. júní 2019

 

Kristín Einarsdóttir
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Lena Sólborg Valgarðsdóttir
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

NánarAfsláttur fyrir einstæða foreldra

Við minnum á að þeir sem eiga rétt á að sækja um afslátt fyrir einstæða foreldra þurfa að gera það í ágúst á ári hverju. Til að sækja um afslátt þarf að fylla út þar til gert eyðublað sem hægt er að nálgast hjá deildarstjóra.

We would like to remind single parents to apply for lower preschool fees, but that needs to be done evary year. Please contact your teachers to get a form to fill out to apply for the lower fees.

Nánar


Fréttabréf nr. 11

Fréttabréf nr. 11

VELKOMIN
Fimmtudaginn 9. ágúst s.l. opnaði Miðborg aftur eftir sumarleyfi. Við vonum að allir hafi átt ánægjulegar stundir og eignast góðar minningar.

SEGÐU MÉR SÖGU
Fyrr í sumar fékk leikskólinn Miðborg þróunarstyrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála fyrir verkefnið Segðu mér sögu. Verkefnið miðast af því að auka gæði og fjölda lesstunda í leikskólanum. Segðu mér sögu mun fara af stað nú á haustmánuðum og verður það kynnt nánar síðar.

STARFSDAGUR 22. ÁGÚST
Við minnum á starfsdaginn 22. ágúst n.k. en þá mun starfsfólk vinna að undirbúning fyrir næsta skólaár.

TRAPPA – TALÞJÁLFUN
Undanfarin 3 ár hefur Miðborg verið í samstarfi við Tröppu talþjálfun varðandi talþjálfun í fjarbúnaði. Þann 4. september n.k. verður foreldrum boðið að koma á fund og eru foreldrar barna í Tröppu sérstaklega hvattir til að koma. Allir foreldrar eru velkomnir!
Fjallað verður um málörvun og hvað felst í talþjálfun Tröppu.
Heimasíða Tröppu: http://trappa.is 

FRAMUNDAN Í MIÐBORG
Haustin eru tími breytinga í leikskólum og er Miðborg ekki undanskilin. Þann 21. ágúst n.k. munu elstu börnin kveðja okkur og halda á vit nýrra ævintýra í grunnskóla! Við óskum þeim góðs gengis og þökkum fyrir samveruna á liðnum árum!

Þann 22. ágúst er starfsdagur og leikskólinn lokaður.

Þann 23. ágúst n.k. munu mörg barnanna skipta um deildir og nýr elsti hópur tekur við Hæð. Það er ekki laust við tilhlökkun hjá börnunum enda stór áfangi að fara í elsta hóp.

Frá lok ágúst og fram í október munum við taka á móti nýjum börnum og fjölskyldum á flestum deildum í Miðborg. Við hlökkum til að kynnast nýjum „Miðborgurum“ og bjóðum alla velkomna!

NÝTT STARFSFÓLK
Nú í september mun María hefja störf í Miðborg. Hún er leikskólakennari og hefur áratuga reynslu af öllum störfum leikskólans. Við hlökkum til að starfa með henni og bjóðum hana velkomna í Miðborg!

ÓSKUM EFTIR STARFSFÓLKI
Við í Miðborg leitum að starfsfólki sem hefur áhuga á að vinna í fjölmenningarlegu samfélagi. Í Miðborg er leitast eftir því að nýta áhugasvið hvers og eins í starfi svo hver og einn fái að njóta sín.
Starfsmenn leikskóla Reykjavíkur eiga kost á að fá menningarkort, sundkort, samgöngusamning, frítt fæði, niðurgreitt leikskólapláss og forgang fyrir börn 1 árs og eldri.

Nánari upplýsingar: http://reykjavik.is/laus-storf

Nánar

Prenta | Netfang