baronsborg 1
Njálsborg
Lindarborg

Landsbankinn færði Miðborg tölvubúnað til að auðvelda talþjálfun

Landsbankinn hefur fært okkur í Miðborg að gjöf notaðan en nýlegan tölvubúnað með innbyggðri myndavél sem notaður verður við talþjálfun fyrir börn í Miðborg í gegnum fjarbúnað. Miðborg ásamt sex leikskólum, einn grunnskóli og eitt hjúkrunarheimili hafa fengið búnað til þessara nota. Verkefnið er unnið í samstarfi við ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækið Tröppu en talmeinafræðingar á þeirra vegum hafa veitt rúmlega 100 börnum talþjálfun.

Hér má finna fréttina á heimasíðu Landsbankans og Hér má lesa sér til um Tröppu sem er í samstarfi við leikskóann Miðborg

Nánar


Leikskóladagatal Miðborgar 2016-2017

Leikskóladagatal Miðborgar 2016-2017

Kæru foreldrar og forráðamenn hér má finna leikskóladagatalið okkar í Miðborg fyrir skólaárið 2016-2017

 Leikskóladagatal Miðborgar 2016-2017

Nánar


Prjónaspjall

   

kolla prjónar 

 

 

 

 

Viltu koma og læra að prjóna, spjalla á íslensku og hitta aðra foreldra? 

Á föstudagsmorgnum í vetur býður leikskólinn Miðborg upp á notalega samveru þar sem foreldrum með ung börn gefst tækifæri til að læra að prjóna, spjalla saman, æfa sig í íslensku og tengjast öðrum foreldrum. Fyrsta prjónasamveran í vetur verður haldin næstkomandi föstudag þann 30. september frá kl. 9:00-12:00 á Njálsgötu 9.

Allir eru velkomnir að kíkja við en Kolbrún Vigfúsdóttir leikskólakennari og prjónakona með meiru mun halda utan um hópinn.

 Would you like to come and learn how to knit, chat in Icelandic and meet other parents?

On Friday mornings this semester, the preschool Miðborg invites parents to come and have a cosy time together, where parents with young children will get an opportunity to learn how to knit, chat, practice Icelandic and meet other parents. The first knitting get-together will be held next Friday (the 30th) between 9am-12pm on Njálsgata 9.

Everyone is welcome to stop by. Kolbrún Vigfúsdóttir preschool teacher and knitting master will organise the meetings.

Chcesz przyjść i nauczyć się robić na drutach, porozmawiać po islandzkim i poznać innych rodziców?

W każdy piątek rano przedszkole Miðborg oferuje miłe spotkania rodziców z małymi dziećmi ,które dają możliwość nauki robienia na drutach, rozmowów w języku islandzkim oraz poznanie z innymi rodzicami. Pierwsze spotkanie nauki na drutach odbędzie się w piątek 30 września od godz. 9: 00 do godz.12: 00 przy ul. Njálsgötu 9.

Serdecznie zapraszamy ,każdy jest mile widziany przez Kolbrún Vigfúsdóttir,która jest organizatorem spotkań jak i nauczycielem przedszkola oraz instruktorem robótek ręcznych .

Nánar


Minnum á skipulagsdag 10. októer/ Organization day the 10th of October

 

Kæru foreldrar og forráðamenn við minnum á að leikskólinn Miðborg verður lokaður mánudaginn 10. október 2016 vegna skipulagsdags starfsmanna.

-----------------------------------------

Dear parents and guardians we want to remind you that the preschool Miðborg will be closed Monday the 10th of October because of an organization day.

Nánar


Leikskóli og læsi

Leikskóli og læsi

Þann 8. september voru Lena Sólborg deildarstjóri hjá okkur á Skeljadeild og Saga Stephensen, verkefnastjóri í fjölmenningu í Miðborg með erindi á Ráðstefnunni Fjölbreyttar leiðir til læsis sem var haldinn í Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Erindið fjallaði um þær leiðir sem farnar eru í leiksólanum Miðborg í að efla læsi barna. Til umfjöllunar voru fjórir þættir: Að teikna sögur og texta, munir og brúður, bókin mín og upplifanir.

Læsi í leikskóla er mikilvægur grunnur fyrir lestarnám í grunnskóla. Þegar sögur og textar eru teiknaðir þá fá börnin atburðarrásina myndrænt og hægt er að ræða merkingu einstakra orða. Í kjölfarið fara börnin oft að velta fyrir sér bókstöfum og teikna sjálf sögur. Það er mikilvægt ferli í lestrarnámi. Munir og brúður eru notaðar í sögugerð í sama tilgangi.

Bókin mín er gjarnar notuð með tvítyngdum börnum en á sumum deildum með öllum börnum með það að markmiði meðal annar að efla móðurmál og orðaforða. Orðaforði er mikilvægur þáttur í lesskilningi. Önnur leið til að efla orðaforða og þar af leiðandi lesskilning er að skapa reynslu og upplifanir meðal barnanna. Með því að fara í vettvangsferðir, sjá leiksýningar og kanna öðlast börnin þekkingu sem nýtist þeim til að lesa sér til gagns og gaman síðar meir.

Takk kærlega fyrir Lena og Saga. 

Nánar

Prenta | Senda grein