baronsborg 1
Njálsborg
Lindarborg

Fréttabréf nr. 8

Fréttabréf
- Foreldrar -
8

Starfsdagur 3. apríl

Við minnum á starfsdaginn 3. apríl n.k. Þann dag mun starfsfólk sinna deildunum sínum og umhverfi þeirra.

 

Breyting á starfsdegi

Breyttdags Við viljum ítreka að starfsdagurinn sem átti að vera 25. maí verður færður yfir á 13. júní.

 

Nemar frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Í febrúar tókum við á móti tveim nemum í leikskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rut, sem var hjá okkur síðasta skólaár er komin til okkar aftur. Hún verður hjá okkur í fjórar vikur og er á Skeljadeild. Hún er að gera verkefni með könnunaraðferðinni um mannslíkamann. Saga sem er deildarstjóri á Hæð, tók leyfi frá þeim störfum í fjórar vikur og er nú í Miðborg sem nemi, Cristina er deildarstjóri í hennar stað. Saga fer á milli húsanna þriggja en hún er að gera starfendarannsókn um Töfrandi tungumál.

Síðar í mars verðum við með kynningu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands fyrir nema í leikskólakennarafræðum. Fjallað verður um starfið í Miðborg, Töfrandi tungumál, bækur barnanna og hvers vegna þessir þættir eru mikilvægir í námi barnanna.

Öskudagur í Miðborg

Í ár gerðu öll börnin í Miðborg sinn eigin öskudagsbúning. Þau komu með bol að heiman sem þau svo máluðu og bjuggu til fylgihluti. Hugmyndaflug barnanna fékk að njóta sín og mátti sjá hinar ýmsu persónur á öskudaginn. Það mátti sjá grís, draugabana, Kappa og Pílu úr Hvolpasveit og Spiderman. Börnin voru afar stolt af búningunum sínum og á sjálfan öskudaginn héldu þau ball og skemmtun.

Ritari

Við í Miðborg höfum verið að auglýsa eftir ritara til starfa og standa nú yfir viðtöl við umsækjendur. Hugmyndin er sú að leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri hafi meira svigrúm til að sinna starfi sínu sem faglegir leiðtogar Miðborgar þegar ritari sér um stóran hluta tölvuvinnunnar. Verður þessi nálgun reynd í eitt ár og svo metin að því loknu.

Kristín Einarsdóttir
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
S: 693-9826

Lena Sólborg Valgarðsdóttir
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
S: 694-2219

NánarCNN International

Í morgun kom myndatökumaður frá CNN International til okkar. 

Þau eru að gera þátt um stöðu kvenna í Evrópu og óskuðu eftir því að koma til okkar og mynda þegar börnin eru að koma í leikskólann og þegar þau eru í leik.

Þátturinn verður sýndur í byrjun mars.


CNN

Nánar


Innritun í 1. bekk

1.bekkInnritun í 1. bekk grunnskóla hefst 21. febrúar! 

Sjá hlekk: 

http://reykjavik.is/frettir/innritun-i-1-bekk-grunnskola-hefst-21-februar

 

Nánar


Fréttabréf nr. 7

FRÉTTABRÉF
- FORELDRAR -
7

 

BREYTING Á STARFSDEGI – MIKILVÆG SKILABOÐ
Í samráði við foreldraráð Miðborg höfum við fært starfsdaginn sem á að vera 25. maí yfir á 13. júní. Það verður ekki starfsdagur 25. maí en það verður starfsdagur 13. júní.
Óskað var eftir þessari breytingu þar sem Roma Chumak-Horbatsch verður með erindi á ráðstefnu í júní en hún er ein af okkur helstu fyrirmyndum í fjölmenningarlegum fræðum. Hún er til að mynda höfundur LAP (Linguistically Appropriate Practice: A Guide for Working with Young Immigrant Children) sem þróunarverkefnið Töfrandi tungumál byggist á.

STARFSDAGUR 26. JANÚAR
Síðasta starfsdag, þann 26. janúar, fór allt starfsfólk Miðborg á Morgunverðarfund RannUng þar sem yfirskriftin var Fagmennska leikskólakennara: ógnanir, tækifæri. Þar var hlýtt á erindi um fagmennsku í leikskólastarfi, móttöku nýrra starfsmanna og hvað þarf til svo hægt sé að viðhalda fagmennsku í leikskólastarfinu. E ftir hádegi var tileinkað umhverfismennt, en sjálfbærni er einn af grunnþáttum menntunnar sem birtist í aðalnámskrá leikskóla, sem við störfum eftir. Við fengum við fræðslu um umhverfismennt og flokkun frá Jakobi Frímanni Þorsteinssyni og Jónu Aðalheiði Vilhjálmsdóttur. En eins og kemur fram í starfsáætlun Miðborgar 2017-2018 stefnum við á að verða Skóli á grænni grein.
Dagurinn var einstaklega fróðlegur og fékk starfsfólk tækifæri til að ígrunda sig sem fagmenn, hvar þeirra styrkleikar liggja og hvernig er hægt að nýta sér þá í starfi.

NÝTT STARFSFÓLK
Við bjóðum Berglindi Kristgeirsdóttur velkomna til starfa! Berglind er leiðbeinandi á Krílakoti og sinnir hún sérkennslu.
Eins og fram hefur komið í fyrri fréttabréfum, þá eiga að vera þrír leikskólastjórnendur í Miðborg. Kristín er leikskólastjóri og Erla Ósk og Lena Sólborg eru aðstoðarleikskólastjórar. Erla Ósk fer brátt í barneignarleyfi og í stað þess að ráða aðstoðarleikskólastjóra tímabundið, munum við auglýsa eftir ritara. Viðkomandi tekur við tölvuvinnu sem leikskólastjórnendur sinna nú og munu stjórnendur vera meira inni á deildum og vera stuðningur við faglegt starf.

RÁÐSTEFNA FYRIR STARFSFÓLK LEIKSKÓLA REYKJAVÍKURBORGAR
27658087 192998834629203 4385780293700694536 nÞann 8. febrúar s.l. voru Saga, deildarstjóri á Hæð og verkefnastjóri fjölmenningar í Miðborg og Lena Sólborg, aðstoðarleikskólastjóri með erindi á ráðstefnunni „Við fáum að ráða nema þegar kennararnir fá að ráða“ Lýðræði, sjálfsefling og þátttaka barna í leikskólastarfi. Þær voru með erindið Töfrandi tungumál – Um sjálfseflingu, virkni og lýðræði í fjölmenningarlegum leikskóla. Það fjölluðu þær um þróunarverkefnið Töfrandi tungumál og hver ávinningur af því er fyrir öll börnin í Miðborg, sem og Bók barnsins og hvernig upplifanir eru nýttar til menntunnar barnanna. Að lokum tengdu þær vinnuna með börnunum við hugtökin sem voru yfirskrift fyrirlestursins: sjálfsefling, virkni og lýðræði.

NÝTT VEFUMHVERFI
Leikskólinn Miðborg var valinn sem prufu leikskóli til að innleiða nýtt vefumhverfi. Það felur í sér bættu tölvuumhverfi fyrir starfsfólk leikskólans en með tilkomu þessa vefumhverfis hafa netföng starfsmanna breyst. Í flestum tilvikum breyting eingöngu endingin úr @reykjavik.is yfir í @rvkskolar.is. Tölvupóstur sem er sendur á gömlu netföngin

Að lokum viljum við minna á heimasíðu Miðborgar og Facebook síðuna okkar.
http://midborg.leikskolar.is
www.facebook.com/leikskolinnmidborg


Bestu kveðjur,
Kristín Einarsdóttir
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
S: 693-8926

Lena Sólborg Valgarðsdóttir
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
S: 694-2219

 

 

Nánar

Prenta | Netfang