baronsborg 1
Njálsborg
Lindarborg


Fréttabréf 4

Fréttabréf

- Foreldrar -

4

Opnunartími

Þann 1. desember verður opnunartími Miðborgar 7:30 – 17:00. Ef þið óskið eftir að breyta dvalartíma barnanna ykkar, vinsamlegast gerið það á Rafrænni Reykjavík, undir Umsóknir.

 

Starfsdagurinn 24. nóvember

Síðast liðinn föstudag var starfsdagur í Miðborg. Dagurinn var byrjaður á starfsmannafundi og í kjölfarið kom Ásdís Olga Sigurðardóttir, ráðgjafi á Skóla- og frístundasviði, að kynna mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar. Að því loknu tók starfsfólk þátt í mótun menntastefnunnar og voru teknir fyrir þættirnir: Félagsfærni, læsi, sköpun, sjálfshjálp og heilbrigði.

Eftir hádegi hlustuðu kennarar yngstu barnanna á Sigrúnu Einarsdóttur, umsjónamanns Blíðrar byrjunar. Hún fjallaði meðal annars um flæði í leik yngstu barnanna, mat á námi og nám í daglegum athöfnum. Kennarar mið- og elstu deildanna hlýddu á Unni Kristjánsdóttur, leikskólakennara í Rjúpnahæð, fjalla um flæði í leik barna. Hún fjallaði um starfendarannsókn sem hún framkvæmdi, hvaða leiðir voru árangursríkar og hvað gekk síður vel. Í báðum hópum var gefinn tími til umræðna þar sem starfsfólk gat ígrundað þær upplýsingar sem komu fram og mátað þær við starfið. Í starfsáætlun Miðborgar kemur fram að stefnt er að innleiðingu flæðis í leikskólanum.

Að lokum var unnið með þróunarverkefnið Töfrandi tungumál og rætt um hver næstu skref yrðu.

 

Nýr aðstoðarleikskólastjóri

Fyrr á þessu ári var framkvæmt vinnumat og kom þar í ljós að í stórum leikskólum, á borð við Miðborg, þyrftu að vera fleiri stjórnendur. Frá og með 1. janúar verður því leikskólastjóri og tveir aðstoðarleikskólastjórar. Auglýst var í starfið og hlaut Nichole Leigh Mosty stöðuna. Nichole útskrifaðst sem leikskólakennari 2007 og lauk mastersprófi árið 2013 í Náms- og kennslufræði, með áherslu á mál og læsi. Hún hefur starfað sem aðstoðarleikskólastjóri og leikskólastjóri í leikskólanum Ösp. Við bjóðum hana velkomna til starfa.

 

Nemar frá Kvennaskólanum

Í síðast liðinni viku komu tveir nemar frá Kvennaskólanum í Reykjavík og voru hjá okkur part úr degi. Þeir fylgdust með starfinu og fengu ýmsar almennar upplýsingar um Miðborg.

Við þökkum þeim fyrir komuna og vonumst til að sjá sem flesta nema hér í Miðborg.

 

Ný löggjöf um persónuvernd

Á næsta ári taka gildi ný lög um persónuvernd. Leikskólastjórar borgarinnar hafa fengið kynningu á þeim og er undirbúningsvinna nú þegar hafin til að bregðast við þeim breytingum sem munu eiga sér stað. Áhugasamir geta kynnt sér málið frekar á www.personuvernd.is.

 

Bestu kveðjur,

Kristín Einarsdóttir                                                    Erla Ósk Sævarsdóttir
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.                             This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
S: 693-9826                                                               S: 697-9727

Lena Sólborg Valgarðsdóttir
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
S: 694-2219

Nánar



Töfrandi tungumál

Töfrandi tungumál

Fimmtudaginn 11. maí vorum við með kynningu fyrir foreldra á þróunarverkefninu okkar, Töfrandi tungumál. Nýlega fengum við í Miðborg þróunarstyrk frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar til þess að fara af stað með þróunarverkefni. Verkefnið, Töfrandi tungumál, felst í innleiðingu á kennsluaðferð sem kallast LAP (Linguistically Appropriate Practice) í stefnu og starf Miðborgar. LAP er kennsluaðferð sem miðar að því að heimamál allra barna séu hluti af skólastarfinu. Aðferðin er þróuð í Kanada af Roma Chumak-Horbatsch. Roma kom til Íslands og var með námskeið fyrir starfsfólk Miðborgar í maí 2016. Í kynningunni var einnig sagt frá verkefni, Söguskjóður, sem Drífa Þórarinsdóttir vann í samstarfi við foreldra í leikskólanum Krílakoti á Dalvík. Hér eru upplýsingar um það verkefni: https://www.dalvikurbyggd.is/krilakot/verkefni/soguskjodur. Það var virkilega gaman að finna fyrir áhuga foreldra, bæði þeirra sem komu á fundinn og annarra sem ekki komust. Nú getum við byrjað af fullum krafti!   

Okkur langar til þess að byrja á því að merkja umhverfið, gera tungumál Miðborgar sýnileg, t.d. með því að skrifa velkomin/góðan dag á tungumálum barnanna. 

Hugmyndir frá foreldrum:

-       Kynning á persónulegri menningu barnanna (t.d. sýna myndir að heiman) – Menningarmót (http://tungumalatorg.is/menningarmot/,http://www.borgarbokasafn.is/is/content/menningarm%C3%B3t). Menning okkar allra er ólík - líka þeirra sem koma frá sama landi.

-       Sögustundir á mismunandi tungumálum á Borgarbókasafni í samstarfi við foreldra.

-       Samstarf við Alliance Francaise, t.d. gætu þau komið og verið með kynningu fyrir börnin í leikskólanum.

-       Samstarf við Móðurmál, samtök um tvítyngi (www.modurmal.com).

-       Kynning á tungumálum barnanna, t.d. tungumál vikunnar.

Hugmyndir og/eða ábendingar má senda á: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

Þessa umfjöllum má einnig finna undir Fjölmenning

Nánar


Fréttabréf 3

FRÉTTABRÉF MIÐBORGAR

- FORELDRAR –

3

Opnanir deilda og nýtt starfsfólk

Það er ánægjulegt að hefja fréttabréfið á því að tilkynna að búið er að ráða í allar stöður í Miðborg! Því verða deildir ekki lokaðar reglulega.

Dansarar frá Dansgarðinum koma þrisvar í viku á Hæð, þeir taka þátt í starfinu ásamt því að kenna dans. Það hefur reynst vel og finnst börnunum skemmtilegt að læra dans. Tabit hóf störf í vikunni á Kuðungadeild og Fernanda sem verður á Njálsborg. Hans, sem var starfsmaður á Skeljadeild nú í sumar, er kominn aftur til starfa í hlutastarfi með námi. Í næstu viku mun Rakel hefja störf og verður hún staðsett í Barónsborg.

 

Foreldraráð og foreldrafélag

Í gær, 9. nóvember, var kosið í foreldraráð og foreldrafélag.

Foreldraráð: Catharine Alexandria Fulton, Gylfi Ólafsson, Hrönn Magnúsardóttir, Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir og Morgane Céline C. Priet-Maheo.

Foreldrafélag: Catharine Alexandria Fulton, Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir og Maria Maximciuc. Enn vantar fulltrúa frá Barónsborg í foreldrafélagið, þeir sem hafa áhuga geta sett sig í samband við deildarstjóra.

Foreldraráð leikskóla er lögbundið og er hlutverk þess að gefa umsagnir vegna starfsáætlunar og annara áætlana í leikskólanum sem og meiriháttar breytingar í leikskólastarfinu.

Foreldrafélag leikskóla er valkvætt og sér það um ýmsa viðburði innan leikskólans.

 

Bókamessa

Reykjavíkurborg veitt nýlega skólum styrk til bókakaupa og var haldin bókamessa þar sem  bókaútgáfur komu saman og gerðu skólum kleift að kaupa bækur á hagstæðu verði. Við í Miðborg nýttum að sjálfsögðu styrkinn upp til agna!

 

Mótun menntastefnu

Nú stendur yfir mótun nýrrar menntastefnu á vegum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Þátttakendur í mótun menntastefnunnar eru starfsfólk, foreldrar og börn. Haft var samband við formenn foreldrafélaga leikskóla til að taka þátt.

 

Bestu kveðjur,

Kristín Einarsdóttir                                                    Erla Ósk Sævarsdóttir
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.                             This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
S: 693-9826                                                               S: 697-9727

Lena Sólborg Valgarðsdóttir
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
S: 694-2219

Nánar

Prenta | Netfang