baronsborg 1
Njálsborg
Lindarborg


Fréttabréf 1

  1. október 2017

Fréttabréf Miðborgar
- Foreldrar -
1

Kæru foreldrar

Í könnun sem var gerð meðal foreldra í vor kom í ljós óánægja með upplýsingagjöf frá leikskólanum. Við ætlum að bæta okkur í upplýsingagjöf og er einn liður í því að leikskólastjórnendur senda reglulega fréttabréf um hvað er að gerast í leikskólanum.

Upplýsingar

Við viljum hefja bréfið á því að minna á heimasíðu Miðborgar (midborg.leikskolar.is) og Facebook grúbbuna Leikskólinn Miðborg. Á heimasíðunni eru m.a. að finna matseðla, starfsáætlun, leikskóladagatal, myndir úr starfinu og upplýsingar um starfið í Miðborg. Síðasti þátturinn er þó í vinnslu. Á Facebook síðunni koma svipmyndir úr starfinu og tenglar á nýjar fréttir á heimasíðunni.

Viðbrögð við manneklu

Skrifstofa skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur brugðist við því alvarlega ástandi sem er í leikskólum borgarinnar, vöntun á starfsfólki. Samkvæmt síðustu tölum vantar 83 starfsmenn í leikskóla borgarinnar. Settur var á laggirnar starfshópur sem mótaði nokkrar hugmyndir og voru sumar þeirra meira áríðandi en aðrar. Í gær, 5. október samþykkti borgarráð þær aðgerðir sem hafa áhrif strax. Þessar aðgerðir fela meðal annars í sér að starfsfólki er heimilt að taka undirbúning í yfirvinnu, leikskólar fá fjármagn til að mæta auknu álagi starfsfólks og efla liðsandann og er nú gefið leyfi fyrir starfsmannafundum. Þessar aðgerðir koma sér vel fyrir Miðborg og tókum við forskot síðasta starfsdag.

Starfsdagur

Starfsdaginn 22. september unnum við með liðsheild og anda í hópnum. Þrátt fyrir að slík vinna sé ekki hefðbundin á starfsdögum, þar sem oftar eru setin námskeið, skilar hún sér í starfið með börnunum.

Stjórnunarstöðugildi

Þegar leikskólarnir Barónsborg, Lindarborg og Njálsborg voru sameinaðir í Miðborg voru stjórnunarstöðugildin tvö, leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri. Fyrr á þessu ári var gert vinnumat og í kjölfarið voru stjórnunarstöðugildin hækkuð um 50%. Nú hafa yfirmenn leikskólastjóra séð að leikskólar sem starfa í þremur húsum þurfa þrjá stjórnendur til að anna öllum þeim verkefnum sem leikskólastjórar sinna. Frá áramótum verða því þrír stjórnendur í Miðborg. Auglýsing fyrir starfið er nú þegar komin inn á vef Reykjavíkurborgar.

Smábarnadeildir

Við í Miðborg erum í samstarfi við þrjá leikskóla sem opnuðu einnig deildir fyrir yngri börn nú í haust. Það eru leikskólarnir Blásalir, Holt og Sunnuás. Sigrún Einarsdóttir, fyrrum leikskólaráðgjafi hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er samstarfsaðilli og mun hún koma í Miðborg með stuðning og fræðslu. Þið gætuð séð hana inni á deild fyrir áramót.

Í haust var foreldrum yngri barnanna sagt frá rannsókn á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem Hrönn Pálmadóttir, lektor, stýrir. Hún fjallar um starf með yngstu börnum leikskólans. Rannsóknin er enn á frumstigi og þið munið fá fréttir af henni.

Kristín Einarsdóttir                                                    Lena Sólborg Valgarðsdóttir
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.                             This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
S: 693-9826                                                               S: 694-2219

Nánar


Starfsáætlun og leikskóladagatal

Starfsáætlun og leikskóladagatal

Nú er komin út starfsáætlun skólaársins 2017 - 2018 og hægt er að nálgast hana hér

Í starfsáætluninni er fjallað um áherslur á skólaárinu og samantekt frá síðasta skólaári. Áhersla verður lögð meðal annars á fjölmenningu og verkefnið okkar Töfrandi tungumál, stefnt verður að því að vera Skóli á grænni grein, lögð verður aukin áhersla á flæði og frjálsan leik og betri leiðir til að veita upplýsingar. 

 

Leikskóladagatal fyrir skólaárið 2017 - 2018 er einnig komið út og hægt er að nálgast það hér.

Þar eru að finna viðburði og starfsdaga og við hvetjum ykkur til að skrá hjá ykkur þessa daga.

Nánar


Nýr opnunartími

Í morgun var sent bréf til foreldra um efni foreldrafundar þann 6. september sl. Þar kemur fram hvernig við í Miðborg munum bregðast við vöntun á starfsfólki. 

Nýr opnunartími

Nánar


Prenta | Netfang